Klukkan 11:00 í morgun voru tilboð opnuð í frágang á ljósleiðarakerfinu okkar, þ.e. blástur á ljósleiðarastrengjum í ljósleiðararörin og tengingar á kerfinu. Þrjú tilboð bárust og voru þau opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem mættu. Tilboðin voru eftirfarandi:
TRS bauð 42.158.976,-
SH Leiðarinn bauð 32.977.552,-
Rafal bauð 28.034.349,-
Nú tekur við yfirferð tilboða og athugun á hæfni bjóðenda í samræmi við þær kröfur sem gerðar voru í útboðsgögnum. Þökkum við bjóðendum fyrir þátttökuna.
Comments