Skrifað var undir verksamning við Jón Ingileifsson ehf um jarðvinnu við lagningu ljósleiðararöra í Reykjavík / Kjós í dag,
þriðjudaginn 11. desember 2018. Jón Ingileifsson var með lægsta tilboðið af þremur í verkið. Hinir tveir sem buðu voru Línuborun ehf og Þjótandi ehf.
Jón er reyndur verktaki í lagningu ljósleiðara og þekkir Kjósina mjög vel, þar sem hann sá um lagningu hitaveitu- og ídráttarröra fyrir ljósleiðarann í frístundahúsahverfin í Kjósinni 2016-2017.
Strax að undirskrift lokinni fóru Jón og Kjartan hjá Kjósarveitum í það að merkja lagnaleiðina og undirbúa sjálft verkið.
Guðmundur Daníelsson, verkefnisstjóri og Sigríður Klara hjá Kjósarhreppi eru að leggja lokahönd á gögn fyrir útboð á blæstri og tengivinnu á sjálfum ljósleiðaraþræðinum.
Comments