Fyrr í dag fór fram undirritun verksamnings við Rafal um blástur og tengingar á ljósleiðarastrengjum. Það voru Sigríður Klara, framkvæmdarstjóri Leiðarljóss og Valdimar Kristjónsson framkvæmdarstjóri Rafal sem undirrituðu verksamnings. Vinna við verkefnið hefst án tafar og geta íbúar í Kjósarhreppi átt von á blikkandi ljósum á vinnubílum verktaka næstu vikurnar. Á þriðja hundrað umsóknir hafa nú þegar borist Leiðarljósi frá íbúum og eigendum sumarhúsa. Á fundi með starfsmönnum Rafal í dag kom fram að þeir hyggjast vinna verkið á þann hátt að ljósleiðarastrengjum verður blásið jafnhliða í heimtaugar og stofnstrengi og hvert "svæði" fyrir sig klárað. Það er því mjög mikilvægt ef einhver á eftir að sækja um að vera með í verkefninu að gera það nú þegar enda verða endanlegar teikningar og vinnugögn fyrir verktaka gefin út á allra næstu dögum. Umsóknarblað má finna hér á síðunni.
gudmundur8
Undirritun verksamnings við Rafal
Opdateret: 5. feb. 2019
Comments