Vinna við að koma ljósleiðaranum um Kjósina hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi, af ýmsum ástæðum.
Uppfærð verkáætlun frá Rafal (sem sér um blásturinn á þræðinum) gerir ráð fyrir verklokum í byrjun maí.
Nú er verið að blása á fullu í heimtaugar og stofna.
Uppsetning og tengingar á inntaksboxum, tengingar í brunnum og skápum er unnið samhliða.
Auk þess sem tengiaðstaða fyrir fjarskiptafélögin er að verða klár.
Í lokin verða gerðar mælingar og gæðaprófanir.
Nú er bara að krossa fingur og vona að veðrið fari að skána og vorið fari að láta sjá sig almennilega.
Með bjartsýnis kveðjum
Sigríður Klara, framkvæmdastjóri
Commentaires