Gott máltæki segir: "Góðir hlutir gerast hægt" og nú hillir loksins undir verklok á frumlagningu ljósleiðara í Kjósarhreppi.
Öllum blæstri í rörin er lokið, verið að setja upp síðustu tengiboxin, verið að gæðamæla tengingarnar og þjónustuveiturnar farnar að vinna að uppsetningu í miðlæga tækjarýminu. Þessu á öllu að vera lokið 23. maí nk og þá fer þetta formlega í sölu.
Það á eftir að leggja rör til þeirra sem tóku ekki hitaveitu en vilja ljósleiðara. Jón Ingileifsson og hans menn, sem unnu með okkur í lagningu hitaveitunnar og lögðu ljósleiðararörin á Kjalarnesinu, verða á ferðinni í júní til að leggja þessi stöku rör og tengja við ljósleiðarakerfið. Auk þess sem þeir eru að leggja nokkrar nýjar hitaveitulagnir sem eru á biðlista.
Svo nú er bara að brosa og horfa mót ljósinu.
Takið frá 30. maí - þá verður haldið upp á þennan merka áfanga í Félagsgarði frá kl. 13-15 og þú vilt vera þar.
Nánar auglýst síðar
Comments