Um Leiðarljós
Leiðarljós ehf, Ásgarði - 276 Morfellsbær
kt. 510117-0260 - Vsk.nr.127619
Leiðarljós ehf er fyrirtæki í eigu sveitarfélagsins Kjósarhrepps sem annast lagningu ljósleiðara sveitarfélagsinu.
Ljósleiðarakerfið er alfarið í eigu Leiðarljóss.
Inntak hinnar opinberu þjónustu sem Leiðarljósi er ætlað að framkvæma og veita er að tengja öll heimili, fyrirtæki og sumarhús í sveitarfélaginu, sem svo kjósa og eru ekki þegar tengd, við ljósleiðaranet (FTTH, e. Fiber To The Home) og mun gera öllum íbúum sveitarfélagsins mögulegt að hafa aðgang að háhraða ljósleiðaratengingu. Verkefnið tekur til þess svæðis innan sveitarfélagsins þar sem ljósleiðari hefur ekki þegar verið lagður.
Leiðarljós er fjármagnað af sveitarfélaginu, þeim tekjum sem af þjónustunni hljótast og með styrk frá íslenska ríkinu.
Áætlanir miðast við að lagningu ljósleiðarakerfis um Kjósarhrepp ljúki á árinu 2019.